Grenilundur 25 ára - afmælisboð 3. október

Grenilundur tók til starfa 3. október 1998.  Tíminn hefur flogið, starfið þróast og breyst, en ávalt markmiðið að halda heimilislegum anda og gera sem allra best við okkar elstu borgara.                                         

  

Af þessu tilefni verður opið hús á Grenilundi þriðjudaginn 3. október kl 16:00.  Óskar Pétursson mun syngja við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar.

Kaffi og afmæliskaka í boði. 😊

Bjóðum alla velkomna og hvetjum við fólk til þess að koma og fagna þessum tímamótum með okkur.                  

Bestu kveðjur frá Grenilundi.