- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Á Útgerðarminjasafninu á Grenivík verður harðfiskdagurinn fyrr á ferðinni en vanalega og verður haldinn í tengslum við Grenivíkurgleðina. Öllum er boðið í heimsókn á föstudaginn, 9. ágúst kl. 17:00 til 18:30.
Í leiðinni verður Hermannsbúð vígð. Báturinn Hermmann TH 34 er ríflega aldargamall og eftir endurbætur þurfti hann nauðsynlega á húsnæði að halda ef hann ætti að varðveitast til framtíðar. Með hjálp góðra styrktaraðila er húsið risið og Hermann kominn inn.
Allir eru boðnir velkomnir að þiggja harðfisk og eitthvað að drekka með, lifandi tónlist undir.