Hjólagarpar á Grenilundi

Óli Gunnar Höskuldsson, hjólagarpur
Óli Gunnar Höskuldsson, hjólagarpur

Heimilismenn á Grenilundi hafa að undanförnu tekið þátt í hjólakeppninni Pedal On Road Worlds For Seniors. Keppnin er norsk að uppruna og þátttakendur geta ferðast um allan heim á meðan þeir hjóla þ.e. horft á myndbönd hvaðanæva að.

Í dag fengu keppendur verðlaunapeninga. Þessi keppni er hvetjandi en annars eru heimilsmenn á Grenilundi almennt duglegir að hjóla um heiminn.

Það verður þó að nafngreina einn en Óli Gunnar hjólaði 499 km í keppninni sem stóð yfir frá 7. október til 1. nóvember eða u.þ.b 21 km á dag. Vel gert !!