Hótel Höfði Lodge, á Skælu við Grenivík, Grýtubakkahreppi – tillaga að deiliskipulagi fyrir hótel.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum þann 23. mars 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hótel á Skælu við Grenivík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er alls 10 ha að stærð og er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði 209 VÞ í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagstillagan tekur til nýbyggingar hótels og starfsmannaíbúða alls um 6950 fm að flatarmáli auk gatnagerðar, lagna og landmótunar.

Skipulagstillagan tekur til framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisárhrifum nr. 106/2000 og fylgir umhverfisskýrsla auglýstri tillögu.

Skipulagstillagan mun liggja frammi á sveitarskrifstofu Grýtubakkahrepps milli 29. mars og 10. maí 2021 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, grenivik.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til mánudagsins 10. maí 2021. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi