Í okkar höndum

Ágætu íbúar

Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöðuna á covid-19 faraldrinum.  Það gengur ver að hemja faraldurinn nú en í vor og því er full ástæða til að staldra við og íhuga stöðuna.

Vitað er að fólk getur smitað jafnvel í nokkra daga áður en einkenni koma fram, því er útilokað að varast algerlega smit þegar fólk er komið saman í hóp þó varlega sé farið og smit hafa verið fljót að dreifa sér.  Eina leiðin er að lágmarka samskipti svo sem kostur er og gæta þeirra smitvarna sem mælt er með af sóttvarnaryfirvöldum.  Ágætt að fara inn á covid.is og rifja upp.

Framhaldið nú er alfarið í okkar höndum, nú þarf hver að huga að sínum smitvörnum og sinni hegðun.  Sérstaklega er varað við hverslags hópamyndun, t.d. að vinahópar hittist, fjöldskyldur haldi veislur, þ.e. að fólk komi saman í minni hópum af ýmsu tilefni.  Ef við ætlum að ná tökum á ástandinu verðum við að stilla okkur og fresta um sinn hverskyns samkomum og veislum þó ekki séu fjölmennar.

Stöndum saman, sýnum skynsemi og förum sérlega varlega nú næstu daga, jafnvel vikur, þá getum við náð tökum á ástandinu.  Við höfum sýnt það áður og það er vilji okkar allra.

Sveitarstjóri