- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Ingvar Þór Ingvarsson, umsjónarmaður Íþróttamiðstöðvar og fasteigna Grýtubakkahrepps, hefur sagt starfi sínu lausu og hættir í sumar.
Ingvar hefur á undanförnum árum rifið starfið upp og í raun lyft grettistaki, rekstur íþróttamiðstöðvarinnar hefur stóreflst og útlit fasteigna breyst svo eftir hefur verið tekið.
Sveitarfélagið færir honum kærar þakkir fyrir hans starf og óskar honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Auglýst hefur verið eftir nýjum umsjónarmanni, auglýsinguna má sjá hér. Áhugasamir eru hvattir til að skoða málið.