- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Jón Þorri Hermannsson náði gríðarlega góðum árangri á Meistaramóti Íslands 11 - 14 ára í frjálsum íþróttum sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Jón keppir með UFA á Akureyri og vann til verðlauna í öllum greinum sem hann tók þátt í en það voru Íslandsmeistaratitill í langstökki og 800 m hlaupi, silfur í 60 m grindarhlaupi og 60 m hlaupi, brons í kúluvarpi og 4 x 200 m boðhlaupi sem er sannarlega frábær árangur. Við eigum eflaust eftir fá fljótlega nýjar afreksfréttir af þessum unga og efnilega frjálsíþróttamanni en hann stefnir á stórmót ÍR í Laugardalshöllinni næstu helgi.