- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Grýtubakkahreppur auglýsir tvö laus störf:
1. Starf umsjónarmanns Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis á Grenivík.
Í starfinu felst m.a.;
Umsjón með rekstri Íþróttamiðstöðvarinnar á Grenivík, og tjaldsvæðis.
Skipulagning starfa og stjórnun starfsmanna.
Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana í samráði við sveitarstjóra.
Sundlaugarvarsla að hluta.
Hæfni, reynsla og þekking sem getur komið að notum er m.a.;
Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Grunnfærni í tölvunotkun.
Lipurð og hæfni í samskiptum.
Færni í íslensku í ræðu og riti, tungumálakunnátta kostur.
Menntun, brennandi áhugi og/eða þekking á íþróttum og/eða ferðamálum.
Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi.
Þekking/menntun/áhugi á tæknibúnaði.
Launakjör skv. kjarasamningum Sambands ísl. sveitarfélga.
Næsti yfirmaður er sveitarstjóri sem gefur nánari upplýsingar á skrifstofu Grýtubakkahrepps eða í síma 414 5400.
2. Starf umsjónarmanns fasteigna Grýtubakkahrepps.
Í starfinu felst m.a.;
Umsjón og eftirlit með fasteignum sveitarfélagsins, gerð viðhaldsáætlana og eftirfylgni þeirra, öflun tilboða og samskipti við verktaka.
Húsvarsla við Grenivíkurskóla.
Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana í samráði við sveitarstjóra.
Hæfni, reynsla og þekking sem getur komið að notum er m.a.;
Lipurð og hæfni í samskiptum.
Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Iðnmenntun og þekking á fasteignum og tæknibúnaði.
Grunnfærni í tölvunotkun.
Launakjör skv. kjarasamningum Sambands ísl. sveitarfélga.
Næsti yfirmaður er sveitarstjóri sem gefur nánari upplýsingar á skrifstofu Grýtubakkahrepps eða í síma 414 5400.
Umsóknum um störfin skal skilað gegnum vef Grýtubakkahrepps www.grenivik.is eða á netfangið sveitarstjori@grenivik.is eigi síðar en 17. febrúar 2022.
Grýtubakkahreppur vinnur eftir jafnréttisáætlun og eru konur hvattar til að sækja um störf hjá hreppnum ekki síður en karlar.
Sveitarstjóri