- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Grýtubakkahreppur auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu.
Helstu verkefni eru vinna við færslu bókhalds og afstemmingar, innheimtur og almenn skrifstofustörf s.s. símsvörun og vinna við heimasíðu.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af og þekkingu á bókahaldsvinnu, þekking á bókhaldskerfinu DK er kostur.
Almenn tölvuþekking nauðsynleg og farið er fram á ágæta færni í Íslensku og gjarna nokkra færni í öðru tungumáli. Stúdentspróf er kostur.
Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshlutfall miðast við 50%, getur verið sveigjanlegt og gott að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.
Við leitum að nákvæmum og samviskusömum einstaklingi sem er tilbúinn að leggja sig fram og hefur áhuga á að þróast í stafi og sinna fjölbreyttum verkefnum sem falla til.
Sótt er um starfið á www.grenivik.is undir stjórnsýsla/eyðublöð/umsókn um starf hjá Grýtubakkahreppi. Einnig er hægt að senda umsókn á netfangið sveitarstjori@grenivik.is. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2023 framlengdur ótímabundið.
Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri á skrifstofunni og í síma 414 5400.