- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Í júní var leitað verðtilboða hjá nokkrum verktökum í lengingu Lækjarvalla að Kirkjuvegi fyrri hluta, sem er vinna við jarðvegsskipti og lagnir. Þrjú tilboð bárust sem hljóðuðu þannig:
G V Gröfur ehf. kr. 17.340.000 eða 93% af kostnaðaráætlun.
Steypustöðin Dalvík ehf. kr. 14.770.000 eða 79% af kostnaðaráætlun.
Finnur ehf kr. 25.045.000 eða 134% af kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr 18.740.000 = 100%.
Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum 26. júní að taka tilboði lægstbjóðanda, Steypustöðvarinnar á Dalvík. Áformað er að verkið verði unnið í september.
Reiknað er síðan með að gatan verði fullfrágengin og malbikuð á næsta ári.