- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Grýtubakkahreppur hefur fengið styrk að upphæð kr. 984.000,- úr verkefninu "Ísland ljóstengt" til að ljúka ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins. Einnig fær hreppurinn úr byggðaáætlun kr. 650.000,- í sama tilgangi.
Ljósleiðari var lagður í sveitarfélaginu á flest heimili fyrir allmörgum árum, grunnetið er frá 2008. Er þetta í fyrsta skipti sem styrkir bjóðast hingað til þessa verkefnis. Í sumar verður lagt heim á bæina Hvamm, Kolgerði og Pálsgerði. Verður þá í boði ljósleiðari á öll heimili í hreppnum utan eins bæjar sem ekki óskaði eftir tengingu.
Þetta er mikilvægt skref og styrkir búsetu enn frekar. Góð nettenging er ein af grunnþörfum atvinnulífs og heimila og framsýni sveitarstjórnar á sínum tíma ber að þakka vel.