- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Nú eru íbúðirnar fjórar í raðhúsinu við Kirkjuveg 1 að verða tilbúnar og verður flutt í þær á næstu dögum. Benedikt í Ártúni og hans menn hafa ekki verið að hangsa mikið yfir þessu, því íbúðirnar eru tilbúnar góðum tveim mánuðum á undan áætlun. Það má kalla glæsilega frammistöðu!
Íbúðirnar eru tvær tveggja herbergja 55 fm. og tvær þriggja herbergja 68 fm. Eftirspurn hefur verði töluverð eftir leiguhúsnæði og biðlisti heldur langur hjá sveitarfélaginu, þannig hafa þeir sem flytja inn í Kirkjuveg verið allt að 4 ár á biðlista.
Kannski horfir þetta til betri vegar, á dögunum úthlutaði Grýtubakkahreppur einbýlishúsalóðum til einstaklinga og eru allmörg ár síðan það var síðast gert.
Íbúum Grýtubakkahrepps er boðið að koma og skoða nýju íbúðirnar á fimmtudag 19. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 13:00 til 15:00. Það er vel við hæfi að fagna sumarkomu við Kirkjuveg.