- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Góða fólk,
Vegna hertra sóttvarnarreglna sem taka gildi í kvöld, 22. des. og standa í þrjár vikur þá verður hámarksfjöldi í ræktina fjórir einstaklingar (50%). Þar sem sjúkraþjálfun fer að talsverðum hluta til fram í æfingasalnum okkar á þriðjudögum og fimmtudögum frá 08:00 – 15:00 þá langar mig að fara þess á leit við ykkur að láta það vera að fara í ræktina á þessum tíma þannig að Erla nái að sinna sínum skjólstæðingum án vandkvæða. Vona ég að ykkur takist að aðlaga ykkur þessum veruleika án þrauta. Milli jóla og nýjárs liggur þó sjúkraþjálfun niðri og þá frjálsræðið algjört enda trúlega betra þar sem þá eru allir að springa.
Í sundlaugina er viðmið líka 50% sem þýðir 33 manna hámark á klst..
Sundlaugaropnun um jólin verður þessi:
Þorláksmessa – lokað
Aðfangadag – lokað
Jóladag – lokað
Annar í jólum – lokað
27. des. 15:30 – 18:30
28. des. 15:30 – 18:30
29. des. 15:30 – 18:30
30. des. 15:30 – 18:30
31. des. Gamlársdagur – lokað
1. janúar – lokað
2. janúar (sunnudagur) 10:00 – 14:00