Pharmarctica - vígsla nýrrar aðstöðu

Gísli Gunnar oddviti, Sigurbjörn framkvstj. og Þröstur sveitarstjóri harla glaðir með daginn
Gísli Gunnar oddviti, Sigurbjörn framkvstj. og Þröstur sveitarstjóri harla glaðir með daginn

Laugardaginn 9. nóvember bauð Pharmarctica öllum að koma í heimsókn í tilefni af vígslu nýrrar framleiðsluaðstöðu.  Fjölmenni mætti og leist fólki afar vel á aðstöðuna, en með nýju húsi nánast ferfaldaðist fermetrafjöldi undir starfsemina.

Framleiðslan er undir ströngustu kröfum um hreinlæti og alla aðstöðu og opnar nýjar víddir í getu fyrirtækisins til að þjónusta sína viðskiptavini.

Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri sagði gestum frá fyrirtækinu og aðstöðunni, einnig flutti sveitarstjóri ávarp.

Frétt af vígslunni og myndasyrpu er að finna á heimasíðu Pharmarctica hér.

Við óskum eigendum og starfsfólki innilega til hamingju með þennan glæsilega áfanga og væntum mikils af fyrirtækinu til framtíðar.