- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Laugardaginn 9. nóvember bauð Pharmarctica öllum að koma í heimsókn í tilefni af vígslu nýrrar framleiðsluaðstöðu. Fjölmenni mætti og leist fólki afar vel á aðstöðuna, en með nýju húsi nánast ferfaldaðist fermetrafjöldi undir starfsemina.
Framleiðslan er undir ströngustu kröfum um hreinlæti og alla aðstöðu og opnar nýjar víddir í getu fyrirtækisins til að þjónusta sína viðskiptavini.
Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri sagði gestum frá fyrirtækinu og aðstöðunni, einnig flutti sveitarstjóri ávarp.
Frétt af vígslunni og myndasyrpu er að finna á heimasíðu Pharmarctica hér.
Við óskum eigendum og starfsfólki innilega til hamingju með þennan glæsilega áfanga og væntum mikils af fyrirtækinu til framtíðar.