Rafhlöðuskil á grenndarstöð

Rafhlöðuboxið er grænt.
Rafhlöðuboxið er grænt.

Nú hefur verið sett upp box fyrir smærri rafhlöður í grenndarstöðinni á bak við Grýtu (Jónsabúð).  Boxið er staðsett inni á veggnum málmumbúðamegin, grænt box með rauðum miða, sjá meðf. mynd.

Mikilvægt að setja rafhlöður einungis í boxið og alls ekki í karið sem tekur við málmumbúðum.  Á sama hátt á ekkert að fara í boxið nema rafhlöður.

Umgengni hefur verið góð um stöðina til þessa og eru íbúar hvattir til að nýta sér stöðina og halda umgengni til fyrirmyndar áfram.

Sveitarstjóri