- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Nú þegar dimma tekur á kvöldin fer að styttast í árlegar haustannir bænda. Réttað verður í Gljúfurárrétt þann 9. september næskomandi og munu réttarstörf hefjast kl. 9:00. Seinni réttir verða svo þann 16. september.
Fyrstu göngur verða gengnar 5. til 8. september og aðrar göngur 14. til 16. september.