- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hér með auglýsir sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eftir tilboðum í leigu á Hvammslandi ofan girðingar, (fastanr. 153048) til rjúpnaveiða næstu tvö haust, árin 2022 og 2023.
Miðað skal við hóflegt veiðiálag og minnt á reglur um búnað og veiðitíma, bjóðendur skulu gera grein fyrir sinni sýn á veiði og umgengni um landið í örstuttu máli í tilboði.
Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum ber að skila í lokuðu umslagi merkt „Hvammsland“ á skrifstofu Grýtubakkahrepps, Túngötu 3, Grenivík, fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn. 11. október, þar sem þau verða opnuð strax að loknum tilboðsfresti og er bjóðendum heimilt að vera viðstaddir opnun tilboða.
Grenivík 27. september 2022,
Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps