- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Það er ánægjulegt að ekki kom til frekari truflana á skólahaldi hjá okkur fyrir páska. Hins vegar hefur samkomubann nú verið framlengt til 4. maí og að óbreyttu verður skólahald áfram með sama sniði eftir páska og verið hefur síðustu þrjár vikur.
Starfmönnum sveitarfélagsins skulu færðar bestu þakkir fyrir sín góðu viðbrögð við krefjandi aðstæðum. Einnig íbúum, ekki síst foreldrum sem hafa þurft að laga sig að breyttri starfsemi skóla og leikskóla.
Hér á heimasíðu okkar er nú einnig að finna yfirlýsingu frá Almannavarnanefnd Norðurlands Eystra, íbúar eru beðnir að kynna sér hana.
Reiknað er með að Covid-19 faraldurinn nái hámarki á landinu um páskana. Búist er við miklu álagi á gjörgæsludeildir af þeim sökum og því er mikilvægt að landsmönnum takist að lágmarka annað álag með ábyrgri hegðun um páskana. Í því fellst t.d. að hugsa sig tvisvar um áður en ákveðið er að leggja á fjöll á snjósleðum, eða stunda aðra iðju sem fylgir aukin slysahætta. Heilbrigðiskerfið okkar verður í alverstu stöðu til að taka við slösuðum til viðbótar því sem á gengur þessa daga, hér er höfðað til skynsemi hvers og eins.
Einnig er mælst til þess að halda samgangi í lágmarki svo sem verið hefur, minnt skal á upplýsingasíðuna www.covid.is en þar er að finna upplýsingar og leiðbeiningar til íbúa.
Íbúar eru einnig hvattir til að sækja sér rakningarapp landlæknis, einfalt að setja inn á símann sinn héðan.
Með von um að allir eigi gleðilega páska.
Sveitarstjóri