- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum 20. september 2020 að vísa skipulagslýsingu deiliskipulags fyrir hluta Grenivíkur í lögformlegt kynningarferli. Skipulagssvæði fyrirhugaðs deiliskipulags er um 11,8 ha og nær til hluta Ægissíðu, Lækjarvalla, Túngötu og Kirkjuvegar. Markmið skipulagsverkefnisins er m.a. að skilgreina nýjar lóðir á skipulagssvæðinu, að skapa samfellda og fallega byggð, tryggja fjölbreytileika og gæði húsnæðis sem og umferðaröryggi.
Lýsing vegna skipulagsverkefnisins mun liggja frammi á skrifstofu Grýtubakkahrepps frá 28. september 2020 til og með 19. október 2020. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins, grenivik.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna til mánudagsins 19. október 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið sbe@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 601 Akureyri.
Skipulags- og byggingarfulltrúi