- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Um helgina hefur verið unnið eftir tilmælum yfirvalda varðandi breytingar á starfsemi grunnskóla og leikskóla vegna covid-19 veirunnar og samkomubanns. Hugmyndir hafa verið mótaðar í stórum dráttum um næstu skref og hefur sveitarstjórn í kvöld samþykkt fyrirliggjandi áætlun um starfsemi skólanna.
Skólastjórar og starfsmenn skólanna munu á starfsdegi á morgun klára útfærslu nýrrar starfsáætlunar og munu foreldrar fá upplýsingar beint frá skólunum um þær áætlanir. Áhrifin eru veigaminni á starfsemi Krummafótar, en verulega þarf að breyta fyrirkomulagi kennslu við Grenivíkurskóla með hópaskiptingu og aðgreiningu hópa í húsinu og milli daga.
Þá hefur viðbragðsáætlun sveitarfélagsins við smitfaraldri einnig verið staðfest. Mikilvægt er að starfsmenn sveitarfélagsins kynni sér áætlunina sem er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins hér.
Við munum síðan reyna að koma upplýsingum á framfæri jafnóðum og þörf er á, aðstæður breytast jafnharðan.
Að lokum er rétt að minna á upplýsingasíðuna www.covid.is.
Sveitarstjóri