- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í Hlíðarbæ lauk fimmtudaginn 1. mars. Fulltrúar Grenivíkurskóla þetta árið voru þau Vésteinn Kári Gautason og Sigurlaug Anna Sveinsdóttir. Að sjálfsögðu stóðu þau sig með príði og hneppti Vésteinn 1. sæti og Sigurlaug 2. sæti!
Fimmtudaginn 22. febrúar hafði verið haldin forkeppni í Grenivíkurskóla þar sem 7. bekkur tók þátt.
Nemendur lásu ljóðið, Blómasaga eftir Davíð Stefánsson. Því næst lásu þeir þjóðsöguna um búkollu og að endingu lásu þeir ljóð að eigin vali. Þetta gerðu nemendur af stakri prýði. Vésteinn og Silla voru valin sem fulltrúar skólans í lokakeppninni 1. mars í Hlíðarbæ. Sem viðurkenningu fyrir góðan árangur fengu nemendur bókina Íslensk kvæði að gjöf frá skólanum og að auki fengu Vésteinn og Silla Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes frá Sparisjóði Höfðhverfinga.