- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Upplestrarkeppni grunnskólanna í 7. bekk fór fram við hátíðlega athöfn í Grenivíkurskóla í gær. Fjórir nemendur eru í 7. bekk þetta árið og tóku þau öll þátt í keppninni og stóðu sig með prýði. Í dómnefnd sátu Björn Ingólfsson bókavörður, Inga María Sigurbjörnsdóttir grunnskólakennari og Þröstur Friðfinnsson sveitastjóri og völdu þau Gunnar Berg Stefánsson og Klöru Sjöfn Gísladóttur sigurvegara. Þau munu síðan fara fyrir hönd skólans í úrslitakeppnina sem haldin verður á Hrafnagili þann 1. mars n.k. Á mynd talið frá vinstri: Friðrik Ingi, Gunnar Berg, Karol Brynja og Klara Sjöfn. Fleiri myndir hér.