- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leiðbeinendum í gegnum Zoom, sem er gjaldfrjálst netforrit.
Hæfnihringirnir eru samstarfsverkefni nokkurra landshlutasamtaka/atvinnuþróunarfélaga, en auk okkar hjá SSNE koma kollegar okkar hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum, Austurbrú, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Vestfjarðarstofu að verkefninu.
Fundirnir eru einu sinni í viku, í sex skipti. Við tekur svo regluleg eftirfylgni á fundum og í lokuðum Facebook hóp. Fyrsti fundurinn verður fyrstu vikuna í febrúar kl. 14:30 – 16:00. Dagsetning auglýst síðar.
Þátttaka er ókeypis og er hægt að skrá sig hér. Opið verður fyrir skráningar til 20. janúar en takmarkaður fjöldi kemst að. Öllum umsóknum verður svarað 20.janúar.
Nánari upplýsingar veitir Rebekka Kristín Garðarsdóttir atvinnuráðgjafi hjá SSNE á netfanginu rebekka@ssne.is.