- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Gámaþjónustan, Gámaþjónusta Norðurlands, Efnamóttakan og Hafnarbakki skipta um nafn í dag og munu héðan í frá verða Terra.
Terra er latneskt heiti jarðargyðjunnar og eitt af nöfnum plánetunnar sem er heimkynni okkar allra og á vel við, enda snýr allt okkar starf að bættri umgengni við jörðina.
Nýtt merki félagsins byggir á hringformi sem vísar til jarðarinnar, en einnig birtist í merkinu spírað fræ, tákn sjálfbærni og endurnýjunar til framtíðar.
Terra skilgreinir sig sem fyrirtæki í umhverfisþjónustu, býður upp á lausnir til söfnunar og flokkunar á úrgangi og endurvinnsluefnum, og sér um að koma þessum efnum í réttan farveg. Terra starfar um land allt.
Terra vinnur að því með viðskiptavinum félagsins að flokka sem mest og hvetur jafnframt til minni notkunar á umbúðum og efnum sem þarfnast sérstakrar meðhöndlunar. Markmið Terra er að skilja ekkert eftir.