- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutaði styrkjum í gær. Grýtubakkahreppur fær nú styrk að upphæð kr. 27 milljónir til að gera fallegan áningarstað við ysta haf.
Svæðið frá Útgerðarminjasafni að þvottaplani verður tekið í gegn og verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Teiknistofan Landslag hefur hannað fyrir okkur svæðið, en gerð verða bílastæði, göngusvæði, bekkir, útsýnisskífa, snyrtingar ofl.
Þetta er staðurinn þar sem flestir ferðamenn stoppa og útsýni er hvað fegurst til fjarðarmynnis. Þarna endar hin nýja „Norðurstrandarleið“ eða „Arctic Coast Way“ og þess er vænst að framkvæmdin verði lyftistöng og fegurðarauki fyrir þorpið til langrar framtíðar.