- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Viltu koma í skemmtilegan leik í Gamla bænum Laufási á Barnamenningarhátíð?
Laugardaginn 3. október verður boðið upp á skemmtilegan leik fyrir krakka í Gamla bænum Laufási. Krakkarnir gerast persóna úr sögu Laufáss og fara um bæinn til að leysa ýmis verkefni. Í ferðalaginu um bæinn hitta þau fyrir fólk að störfum og kynnast bænum og lífinu í honum fyrr á tíð á skemmtilegan hátt.
Bærinn verður aðeins ætlaður börnum en foreldragæsla verður í Gestastofunni þar sem boðið er upp á kaffi.
Undraferðirnar eru tvær laugardaginn 3. október, kl. 11 og 13 og einungis pláss fyrir 20 krakka í hvorum hóp fyrir sig á aldrinum 10-14 ára.
Skráning fer fram á laufas@minjasafnid.is – þar þarf að koma fram nafn barns, aldur og sími forráðamanns.
Hvað þarftu?
Viðburðurinn er haldinn af Minjasafninu á Akureyri í samstarfi við Þjóðháttafélagið Handraðann. Undraferðin er hluti Barmenningarhátíðar og er styrktur af Akureyrarbæ og Uppbyggingarsjóði.