- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur til kl. 12:00 þann 18. október n.k.
Veittir eru styrir í eftirfarandi þremur flokkum:
Á heimasíðu SSNE má finna heimasvæði Uppbyggingarsjóðs þar sem hugmyndasmiðir og áhugasamir um fjármagn Sóknaráætlunar geta lesið sér til um eðli sjóðsins og hvað þarf að hafa í huga við umsóknarskrif.
Auk þess munu ráðgjafar hjá SSNE standa fyrir rafrænum kynningarfundum þar sem farið verður yfir eðli Uppbyggingarsjóðsins, umsóknargáttina, hagnýt ráð, verklagsreglur og fleira. Einnig verður opið fyrir spurningar er varða umsóknarferlið og einstaka verkefni, kjósi þátttakendur svo.
Kynningarfundirnir fara fram í gegnum TEAMS og fá skráðir þátttakendur sent fundarboð.
Skráning á rafrænan fund 18. september kl. 16:15
Skráning á rafrænan fund 20. september kl. 12:15
Jafnframt fer fram kynningarfundur á ensku og má finna frétt um Uppbyggingarsjóð á ensku á heimasíðu SSNE: