Úrslit kosninga í Grýtubakkahreppi

Grenivík
Grenivík

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Grýtubakkahreppi í dag eru ljós.  Alls greiddu 193 atkvæði og var kjörsókn 75,68%.  Auðir seðlar voru 2.

Atkvæði féllu þannig:

Fjóla Valborg Stefánsdóttir,  158 atkv.

Margrét Melstað,  149 atkv.

Haraldur Níelsson,  128 atkv.

Gunnar Björgvin Pálsson,  116 atkv.

Þórarinn Ingi Pétursson,  86 atkv.

Eru þau réttkjörnir aðalmenn næsta kjörtímabil. 

Eftirtaldir eru réttkjörnir varamenn, atkvæðatala fyrir nefnt varamannssæti og ofar;

1. varamaður;  Gísli Gunnar Oddgeirsson,  76 atkv.

2. varamaður;  Arnþór Pétursson,  42 atkv.

3. varamaður;  Sigrún Björnsdóttir,  24 atkv.

4. varamaður;  Heimir Ásgeirsson,  21 atkv.

5. varamaður;  Margrét Ösp Stefánsdóttir,  21 atkv.

Samkvæmt upplýsingum formanns kjörstjórnar fær Fjóla fleiri atkvæði en áður hefur gerst í hreppnum.  Er henni, sem og öðrum er kjör hlutu, óskað til hamingju og velfarnaðar í sínum mikilvægu störfum.