- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur sent inn eftirfarandi;
Umsögn
Um frumvarp til laga um varnir gegn dýrasjúkdómum ofl., mál nr. S-50/2019.
Mál þetta snýst um nokkur grundvallaratriði er lúta að öryggi og sjálfstæði þjóðar;
Stjórnvöld hafa skyldur við alla þegna sína og atvinnulíf, ekki síst við þá framleiðslu sem stunduð er í landinu og búseta byggir á. Við heitum á stjórnvöld að standa í lappirnar og verja langtímahagsmuni Íslands. Það er gríðarlegur ábyrgðarhluti að taka áhættu með þau atriði sem að ofan greinir og skaði sem verður getur orðið algerlega óafturkræfur.
Við hvetjum stjórnvöld til að beita öllum þeim aðferðum sem mega duga til að verja einstaka stöðu Íslands varðandi heilnæm matvæli og heilbrigði búfjár. Allar sjálfstæðar þjóðir verja sína matvælaframleiðslu og frumframleiðslugreinar. Leiðir eru til og þær ber að fara, vísindin eru með okkur í liði.
Ef við nýtum ekki landsins gæði, mun í framhaldinu fjara undan búsetu, ekki bara til sveita, heldur á landinu öllu. Hinn meinti hagur neytenda af ódýrum innflutningi getur horfið skjótt ef, eða kannski frekar þegar, framboð þrengist og verð hækkar. Ef við um leið höggvum lappirnar undan íslenskum landbúnaði hefur það margfeldisáhrif um allt hagkerfið, öllum landsmönnum til ómælds tjóns. Slíkur skaði er ekki unninn til baka á skammri stundu.
Stjórnvöld; Ykkar er valdið – ykkar er ábyrgðin. Við treystum á ykkur.
Grenivík 6. mars 2019,