- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Nú er spáð mjög hvössu veðri af suðaustri frá því um kl. 22:00 í kvöld (21. febrúar) og fram eftir nóttu. Veðrið á að hafa gengið niður í fyrramálið. Síðan er spáð hvassri suðvestanátt frá því um kl. 10:00 í fyrramálið en það á að ganga hratt yfir og vera orðið þokkalegt aftur fljólega upp úr hádeginu.
Reiknum því ekki með teljandi truflun á okkar starfsemi eða skólahaldi, en allir hvattir til að fylgjast vel með veðurfréttum og kanna færð áður en haldið er af stað.
Enginn ætti að vera á ferð á Grenivíkurvegi í nótt, á honum er austan- og suðaustanrok ekki spennandi ferðaveður. Sama á við Svalbarðsstrandarveg.
Sveitarstjóri.