- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Á laugardag var haldin spyrnukeppni Kontórsins á vélsleðum í landi Réttarholts við Grenivík. Frábært veður var þennan dag og fjölmargir lögðu leið sína í Réttarholt til að horfa á keppnina, fá sér kaffisopa og njóta útiverunnar. Spyrnubrautina gerði Stefán Þengilsson og var Bjössi í Réttarholti á troðaranum til að slétta yfir eftir þörfum. Kynnir keppninnar var Brynjar Gauti Schiöth og kynnti hann til leiks rúmlega 40 keppendur sem kepptu í þremur stærðarflokkum. Fjölmargir aðrir stóðu að því að skipuleggja og framkvæma þessa keppni og óhætt að segja að vel hafi tekist til og menn haft gaman af. Meðal verðlauna voru smíðajárnsgripir fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki eftir Jón Kjartansson sem smíðaðir voru úr stimplum og öðrum véla varahlutum. Sigurvegarar spyrnunnar voru þessir:
Grétar Óli Ingþórsson í flokki 800++
Spjóti frá Húsavík í flokki 800 stock
Baldvin Egill Baldvinsson í flokki 0 - 700 cc
Eftir spyrnuna var Motul á Íslandi, verslun, með tilboð á vélsleða vörum á Kontórnum á Grenivík.
Fleiri myndir hér