- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Jarðskjálftahrina stendur nú yfir með upptök í Eyjafjarðarál. Hún gæti haldið áfram í einhverja daga, mögulegt að komi stærri skjálfti en fram að þessu.
Því er rétt að vara sérstaklega við ferðum undir bröttum hlíðum hér norðan við, töluverð hrunhætta er í stórum skjálftum. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að skrá ferðaáætlun inn á safetravel.is þannig að vitað sé af ferðum þeirra.
Þá kann að myndast hætta af flóðbylgjum og snjór gæti skriðið af stað líka, rétt fyrir ferðalanga að hafa þetta allt í huga og fara að öllu með gát.
Eða það sem skynsamlegast er, að forðast varasöm svæði meðan þetta ástand varir.