- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Hefur þú skoðun á samfélaginu og framtíðinni?
Nú er tækifæri til að hafa áhrif. Um þessar mundir stendur yfir vinna við gerð nýrrar Sóknaráætlunar landshlutans fyrir tímabilið 2025 - 2030. Opnar vinnustofur eru haldnar þar sem allir sem áhuga hafa geta mætt og haft áhrif á stefnumótun og aðgerðir sem áætlunin á að taka til. Hér á Grenivík verður haldin vinnustofa í matsal Grenivíkurskóla fimmtudaginn 5. september kl. 17:00.
Nánari upplýsingar og skráning á vinnustofuna er hér.
Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í að móta áherslur samfélagsins til framtíðar.