Opnunarhelgi sundlaugarinnar á Grenivík 12. - 13. desember

Jæja góða fólk

Það er gleðilegt frá því að segja að nú fer saman slökun vegna covid og lokið er við smíði pottanna okkar hér við sundlaugina á Grenivík. Með þessari verulegu uppfærslu má með sanni segja að aðstaðan hefur tekið stakkaskiptum fram á veginn frá því sem áður var. Ílátin nýju eru þrjú, heitur pottur 39°c, vaðlaug 37°c og kaldur pottur 7°c.

Laugin opnar fyrir almenning næstkomandi laugardag 12. desember.  Skólabörnum er boðið í foropnun föstudag 11. des strax eftir að skóla lýkur.

Þessa opnunarhelgi verður laugin opin bæði laugardag og sunnudag frá kl. 10:00 - 18:00 og aðgangur í boði Grýtubakkahrepps.

Munum eitt. Covid kvikindið hefur ekki yfirgefið veröldina og þess vegna þurfa allir að sýna ábyrð varðandi sóttvarnir, grímunotkun og umgengni hvert við annað.  Einnig treystum við á að aðsókn dreifist vel yfir þessa daga, en kannski þarf að tempra aðgang ef mjög margir koma á sama tíma.

Vöndum okkur, höfum gaman og verið velkomin.

 

Vetraropnun mun hljóða á þessa leið fyrst um sinn:

Mánudaga 15:30 – 18:30
Þriðjudaga 15:30 – 18:30
Miðvikudaga 15:30 – 18:30
Fimmtudaga 15:30 – 18:30
Föstudaga 15:30 - 18:30
Laugardaga 11:00 – 15:00
Sunnudaga 11:00 - 15:00

Opnun um jólin verður eftirfarandi:

23. þorláksmessa lokað

24. aðfangadagur lokað

25. jóladagur lokað

26. annar í jólum lokað

27. sunnudagur 11:00 - 15:00

28. mánudagur 15:30 – 18:30
29. þriðjudagur 15:30 – 18:30
30. miðvikudagur 15:30 – 18:30

31. gamlársdagur lokað

1. janúar 2021 föstudagur lokað

2. janúar tekur við vetraropnun