13.08.2016
Grenivíkurgleðin var haldin í þrettánda sinn 12. - 13. ágúst með pompi og prakt auk þess sem vel heppnaðir stórtónleikar voru í skólanum á föstudagskvöldinu. Þar komu fram þau Björn Thoroddsen gítarleikari og ný söngstjarna með honum, Anna Þuríður auk Stefáns Jakobssonar og Andra Ívars sem fluttu bestu lög í heimi!