31.07.2018
Breyting varð á Þönglabakkamessunni á sunnudaginn, því þegar Húni II ætlaði að halda út fjörð brast á norðan hvassviðri og sýnt að ekki yrði hægt um að lenda í Þorgeirsfirði. Var brugðið á það ráð að messa um borð í Húna II við bryggjuna á Grenivík. Fór athöfnin þar vel fram og voru um 70 manns viðstaddir.
Sr.Bolli fjallaði um lífið og söguna, tengsl fortíðar við okkar líf í dag og er við hæfi að birta hér predikunina sem var svohljóðandi...