Eins og ávallt á Öskudaginn fékk hugmyndaflugið lausan taum og börnin í Grýtubakkahreppi komu til okkar til að þengja raddböndin og fengu nammi að launum...
Júlía Rós Viðarsdóttir keppti í RIG 2018 föstudaginn 26. janúar, í listhlaupi á skautum, þar sem hún stóð sig með glæsibrag, setti persónulegt stigamet og sigraði í flokknum Basic novice A.
Góðæri, góðæri, góðæri. Þetta glymur á þjóðinni úr öllum áttum og um margt erum við að upplifa svipaða hluti og fyrir rúmum áratug. Þensla, góð sala í bílum, fasteignaverð hækkar og hækkar, utanlandsferðir renna út og skortur er á vinnuafli. Sumt lítur þó mun betur út, viðskiptajöfnuður hefur ....
Í dag hefur Fiskistofa auglýst til úthlutunar byggðakvóta til skipa sem skráð eru í Grýtubakkahreppi. Í ár koma um 37 þorskígildistonn til úthlutunar en sveitarstjórn ....
Áramótabrenna verður á Grenivíkurhólum á gamlárskvöld. Björgunarsveitin Ægir sér um brennuna í ár.
Kveikt verður í brennunni kl. 21:00. Komum öll saman og brennum út gamla árið og fögnum nýju.
Sveitarstjórn og stjórn Sæness hafa ákveðið að koma mjög myndarlega að byggingu nýs húss á íþróttasvæði Grenivíkur. Áformað er að byggja nýtt stálgrindahús eða límtréshús á gamla malarvellinum, undir starfsemi Björgunarsveitarinnar Ægis og Íþróttafélagsins Magna. Sænes mun leggja fram andvirði innkaupsverðs hússins sem áætlað er ...